Hlutir og hluthafar

Hlutafé Arion banka var 1.660 milljónir króna að nafnvirði í árslok. Hlutafé félagsins tilheyrir allt einum flokki hlutafjár og er hver hlutur ein króna að nafnverði og eitt atkvæði. Viðskipti með hlutabréf bankans fara fram hjá Nasdaq Iceland en einnig hjá Nasdaq Stockholm í formi sænskra heimildaskírteina (SDR) þar sem eitt SDR jafngildir einum hlut. Aðalfundur Arion Banka samþykkti þann 16. mars 2021 að lækka hlutafé bankans um 70 milljónir til jöfnunar eigin hluta, úr 1.730 milljónum króna í 1.660 milljónir króna að nafnvirði. Var lækkun á eigin hlutum tilkynnt þann 19. apríl 2021. Í árslok átti Arion Banki 140.623.501 eigin bréf sem jafngildir 8,54% af útgefnum hlutabréfum í bankanum. Enginn atkvæðisréttur fylgir hlutum sem eru í eigu bankans.

Stærstu hluthafar og hreyfingar

Umtalsverðar breytingar urðu á eignarhaldi bankans árið 2021. Eignarhlutur Arion banka í eigin bréfum jókst á árinu aðallega í tengslum við endurkaupaáætlun en hækkunin nam 7,85 prósentustigum. Hluthafar sem mest juku eignarhlut sinn í bankanum á árinu 2021 voru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins um 3,06 prósentustig, Íslandsbanki um 1,84 prósentustig og Brú lífeyrissjóður um 1,72 prósentustig. Þeir hluthafar sem minnkuðu hlut sinn mest á árinu voru Taconic Capital Advisors um 23,22 prósentustig, Sculptor Capital management um 6,12 prósentustig og Eaton Vance um 1,50 prósentustig.

Í árslok 2021 var Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stærsti hluthafinn í Arion banka með 9,10% eignarhlut. Gildi lífeyrissjóður var annar stærsti hluthafi bankans með 8,83% eignarhlut.

Stærstu hluthafar – 31. desember 2021

Fjöldi hluta

%

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

151.000.000

9,10%

Gildi lífeyrissjóður

146.518.928

8,83%

Lífeyrissjóður verzlunarmanna

146.171.696

8,81%

Arion banki hf.

141.724.360

8,54%

Stoðir hf.

78.500.000

4,73%

Birta lífeyrissjóður

52.529.544

3,16%

Frjálsi lífeyrissjóðurinn

47.867.928

2,88%

Stefnir rekstrarfélag hf.

47.840.132

2,88%

Stapi lífeyrissjóður

45.043.720

2,71%

Brú lífeyrissjóður

39.051.300

2,35%

Íslandsbanki hf.

36.894.156

2,22%

Hvalur hf.

36.771.350

2,22%

Kvika banki hf.

36.557.566

2,20%

Almenni lífeyrissjóðurinn

22.140.174

1,33%

Kvika eignastýring

21.712.376

1,31%

Bóksal ehf.

20.956.533

1,26%

Festa lífeyrissjóður

20.382.519

1,23%

Heimild: Nasdaq Iceland, Euroclear Sweden og Modular finance

Í lok árs 2021 voru rúmlega 91% hluthafa íslensk. Aðrir hluthafar voru fyrst og fremst frá Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Kúveit og Bretlandi. Heildarfjöldi hluthafa bankans var um 11.300 í lok árs 2021 og fjölgaði um 3.900 á árinu eða um 53%.

Eignarhald - landaskipting

 

31.12.2021

31.12.2020

Ísland

91,40%

62,40%

Þýskaland

1,20%

1,10%

Bandaríkin

1,10%

8,90%

Svíþjóð

1,00%

1,00%

Kuwait

0,70%

0,00%

Bretland

0,50%

24,60%

Annað

4,10%

1,90%

Heimild: Nasdaq Iceland, Euroclear Sweden og Modular finance

Hlutabréfaviðskipti og árangur

Verðþróun hlutabréfa bankans var jákvæð á árinu samhliða styrkari afkomu og minnkandi óvissu varðandi áhrif COVID-19 faraldursins. Hlutabréf bankans á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hækkuðu um tæplega 101% á árinu og SDR á Nasdaq í Stokkhólmi hækkuðu um tæplega 119%. Mismuninn má fyrst og fremst rekja til styrkingar íslensku krónunnar gagnvart þeirri sænsku á árinu. Innlend hlutabréf Arion banka hækkuðu mest allra á aðallista íslensku kauphallarinnar á árinu 2021.

Verðþróun – hlutabréf á Íslandi og heimildarskírteini (SDR) í Svíþjóð
Index 31.12.2020 = 100
Heimild: Bloomberg

Meðalvelta á árinu 2021 með hlutabréf bankans og SDR hækkaði frá fyrra ári. Dagleg meðalvelta var um 7,6 milljónir hlutabréfa og um 331 þúsund SDR eða um 8 milljónir bréfa samtals samanborið við um 4,9 milljónir bréfa árið 2020.

Þróun hlutabréfaverðs Arion banka og banka á Norðurlöndunum

Ef verðþróun hlutabréfa og SDR á árinu er borin saman við valda skráða banka af svipaðri stærðargráðu (mid cap) sem og stærri (large cap) má sjá að þróun hlutabréfaverðs Arion banka kemur best út á árinu 2021.

Samanburður verðþróunar við meðalstóra banka á Norðurlöndum
Index 31.12.2020 = 100
Heimild: Bloomberg
Samanburður verðþróunar við stóra banka á Norðurlöndum
Index 31.12.2020 = 100
Heimild: Bloomberg

Arðgreiðslur og endurkaup

Aðalfundur bankans samþykkti þann 16. mars 2021 að 2.990 milljóna króna arður yrði greiddur á árinu 2021 vegna uppgjörsársins 2020 eða sem samsvarar 1,74 krónum á hlut. Fjárhæðin var í samræmi við tilmæli Seðlabanka Íslands um takmörkun arðgreiðslna í tengslum við óvissu vegna heimsfaraldurs.

Á árinu 2021 keypti bankinn jafnframt eigin bréf fyrir um 28,6 milljarða króna eða 199.866.176 hluti og heimildarskírteini (SDR).

Útgáfa áskriftarréttinda

Gefin voru út 54 milljónir áskriftarréttinda á árinu. Tilgangur útgáfunnar er m.a. að stuðla að virkri verðmyndun með hlutabréf í bankanum í kauphöll og gera starfsfólki og öðrum fjárfestum kleift að fjármagna til langs tíma kaup á hlutabréfum í bankanum með fyrirfram þekktri áhættu.

Byggt á tilboðum fjárfesta í útboðinu voru 15,6 krónur greiddar fyrir hvern áskriftarrétt. Heildarsöluverð í útboðinu var því 842.400.000 krónur. Útgáfan nam um 3% af heildarhlutafé bankans þegar útboðið átti sér stað. Fagfjárfestum sem eru virkir á hlutabréfamarkaði, öllu starfsfólki bankans og Stefnis hf. og lykilstarfsfólki annarra dótturfélaga bankans bauðst að taka þátt í útboðinu. Um það bil 48,5% af heildarútgáfunni voru seld til um 150 starfsmanna bankans og dótturfélaga og um 51,5% af útgáfunni voru seld til fagfjárfesta.

Heimilt er að nýta áskriftaréttindin fjórum sinnum, í 30 daga gluggum; í kjölfar birtingar á uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2023, ársuppgjöri fyrir 2023, og uppgjörum fyrsta og annars ársfjórðungs 2024. Áskriftargengið og/eða mögulegur fjöldi hluta sæta leiðréttingu komi til arðgreiðslna, hlutafjárhækkana eða annarra sambærilegra atburða í bankanum.

Helstu tölur

Hlutabréf Arion banka (frá skráningu á almennan hlutabréfamarkað)

2021

2020

2019

2018

Hagnaður á hlut, í krónum

17,96

7,24

0,61

3,86

Arður á hlut, í krónum

1,74

0,00

5,00

5,00

V/H hlutfall

10,61

13,12

141,48

18,26

Markaðsvirði, ma.kr.

289

163

153

141

Markaðsvirði, ma.SEK.

20,3

10,5

11,9

9,4

Hlutabréfaverð, 31 desember, kr. á hlut

190,5

95

86,3

70,5

Hlutabréfaverð (í formi SDR), 31. desember, SEK

13,40

6,12

6,69

5,18

Hæsta hlutabréfaverð á árinu (dagslokaverð), kr. á hlut

198

95

86,3

93,6

Hæsta hlutabréfaverð á árinu (SDR dagslokaverð), SEK

13,60

6,85

6,69

8,07

Lægsta hlutabréfaverð á árinu (dagslokaverð), kr. á hlut

93,7

49

69,25

70,5

Lægsta hlutabréfaverð á árinu (SDR dagslokaverð), SEK

6,02

3,49

5,25

5,18

Ávöxtun í árslok, kr.

100,5%

10,1%

22,4%

-6,0%

Ávöxtun í árslok (SDR), SEK

119,0%

-8,5%

29,2%

-15,2%

Ávöxtun hluthafa mælt í krónum, %

102,4%

10,1%

29,5%

0,7%

A/V hlutfall mælt í krónum, %

0,9%

0,0%

5,8%

7,1%

Meðalvelta á dag á Nasdaq Iceland (fjöldi hluta)

7.639.689

4.244.811

5.226.166

1.206.679

Meðalvelta á dag á Nasdaq Stockholm (fjöldi SDR)

331.374

648.087

1.535.434

1.289.180

Fjöldi útistandandi hluta 31. desember (milljónir hluta)

1.518

1.718

1.773

1.814

Fjöldi eigin hluta/SDR 31. desember (milljónir hluta)

142

12

41

186