Brynjólfur Bjarnason

Ávarp stjórnarformanns

Árið 2021 var Arion banka gott. Þrátt fyrir áskoranir, sem óneitanlega fylgja heimsfaraldri, dafnaði íslenskt efnahagslíf á árinu og fór Arion banki ekki varhluta af því. Lánasafn bankans til viðskiptavina óx um tæp 14% á árinu og nam um 936 milljörðum króna í árslok. Fjárhagsstaða bankans er sem fyrr mjög sterk, 23,8% eiginfjárhlutfall og 12,6% vogunarhlutfall í árslok. Eigið fé bankans nam 194 milljörðum króna í árslok og námu endurkaup og arðgreiðslur til hluthafa 31,5 milljörðum króna á árinu. Hlutfall eiginfjárþáttar 1 var 19,6% í árslok, en markmið bankans er að það sé um 17%. Fjárhagslegur styrkur bankans er því áfram góður og felur í sér svigrúm til frekari arðgreiðslna og endurkaupa.

Sjá nánar

Benedikt Gíslason

Ávarp bankastjóra

Bersýnilega kom í ljós á árinu 2021 hve hagsmunir bankans og viðskiptavina eru samtvinnaðir. Þegar viðskiptavinum bankans vegnar vel þá vegnar bankanum vel. Í góðu samstarfi við viðskiptavini kom Arion banki að fjölmörgum spennandi verkefnum. Árið einkenndist af miklum umsvifum í ráðgjöf og lánveitingum til fyrirtækja. Að sama skapi hefur bankinn aldrei áður lánað jafnháar fjárhæðir í íbúðalánum til einstaklinga sem voru virkir á fasteignamarkaði. Bankinn náði öllum helstu rekstrarmarkmiðum sínum á árinu. Hagnaður bankans nam 28,6 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár var 14,7% sem er nokkuð yfir markmiðum.

Sjá nánar

Í hnotskurn

Hagnaður

28,6

milljarðar króna

Rekstrartekjur

58,2

milljarðar króna

Arðsemi eiginfjár

14,7%



Lán til viðskiptavina

936

milljarðar króna

Eignir í stýringu

1.352

milljarðar króna

Tryggingar

64.000

viðskiptavinir

Við bjóðum snjallar lausnir

 
 

94.000

virkir app notendur

 
 

33.000.000

heimsókna í Arion appið

 
 

72%

af kjarnavörum eru stofnaðar rafrænt

 
 

5 ár í röð

Arion appið valið besta banka appið að mati svarenda í könnun MMR

 
 

135.000

lánsumsóknir samþykktar sjálfvirkt

 
 

94%

af greiðslumötum voru framkvæmd með rafrænum hætti

 

Sjálfbærni

Viðskiptavinir, hluthafar bankans og mannauðurinn okkar skipta okkur höfuðmáli. Við leggjum áherslu á góða stjórnarhætti og gott innra eftirlit. Arion banki vill vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskipta- hætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem bankinn starfar í.

Nánar

Sjálfbærni

Starfsfólki eru
 tryggð sem næst

80%

af launum í fæðingarorlofi

Meðalstarfsaldur í Arion banka eru tæp

11 ár

Niðurstöður jafnlaunagreiningar sýndu

0,1%

mun á heildarlaunum karla og kvenna fyrir jafn verðmæt störf

Heildarúthlutun
grænnar
fjármögnunar

129,9

milljarðar króna

Forðun á losun
gróðurhúsa-
lofttegunda

12.680

tCO2Í

áætluð losun GHL sem komið var í veg fyrir á árinu 2021
vegna grænnar fjármögnunar

Samdráttur í heildar-
losun GHL í eigin rekstri (umfang 1 og 2)

37,6%

frá árinu 2015

Fréttir ársins

04.01.2021

100% afsláttur í sjóði Stefnis til 5. febrúar fyrir viðskiptavini Arion banka

Veittur er 100% afsláttur af gengismun sjóða Stefnis fyrir viðskiptavini Arion banka þegar viðskipti eru framkvæmd í netbanka Arion banka.

07.01.2021

Lífeyrisauki Arion banka sigldi farsællega í gegnum ólgusjó ársins 2020

Þrátt fyrir mikla óvissu og sveiflur á fjármála- og verðbréfamörkuðum var viðburðaríka árið 2020 farsælt fyrir Lífeyrisauka – viðbótarlífeyrissparnað Arion banka.

29.01.2021

Græn innlán hjá Arion banka komin í rúma fimm milljarða króna

Grænn vöxtur er innlánsreikningur Arion banka sem er hugsaður fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni framtíðar.

12.02.2021

Stórt skref í átt að rafrænum þinglýsingum

Undanfarna mánuði hefur átt sér stað þrotlaus vinna vegna innleiðingar rafrænna þinglýsinga í samstarfi við Sýslumannsembættin, Þjóðskrá og verkefnastofu um Stafrænt Ísland.

17.02.2021

Skýrslur Arion banka fyrir árið 2020

Arion banki hefur gefið út árs- og samfélagsskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2020. Skýrslurnar eru á rafrænu formi.

10.03.2021

Vel heppnað hlutafjárútboð Arctic Fish

Arctic Fish hefur lokið hlutafjárútboði að fjárhæð 600 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar um 9,0 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka ásamt DNB og Pareto voru ráðgjafar félagsins í útboðinu.

17.03.2021

Efnahagshorfur 2021-2023: Jafnan er dimmast undir dögun

Ný hagspá Arion banka fyrir árin 2021-2023 var kynnt í dag. Eftir fordæmalausan varnarsigur á síðasta ári, þegar íslenskt hagkerfi fór langt fram úr væntingum greiningaraðila og dróst aðeins saman um 6,6%, er gert ráð fyrir hægfara efnahagsbata í ár.

24.03.2021

Fjarþjónusta í ljósi aðstæðna

Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks.

09.04.2021

Áhrifagreining grænna innlána Arion banka

Árið 2020 kynnti Arion banki til leiks, fyrstur íslenskra banka, grænan innlánsreikning sem ber nafnið Grænn vöxtur. Um er að ræða sparnaðarreikning sem er hugsaður fyrir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni framtíðar.

18.04.2021

Allar þjónustuleiðir aðgengilegar á ný

Við þökkum skilning og þolinmæði um helgina þegar röskun varð á þjónustu okkar vegna innleiðingar á nýju greiðslu- og innlánakerfi.

28.04.2021

Siðareglur fyrir birgja Arion banka

Í umhverfis- og loftslagsstefnu Arion banka kemur fram að bankinn geri þá kröfu til birgja að þeir taki mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi.

05.05.2021

Afkoma Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2021

Afkoma Arion banka var 6.039 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 12,5% á fjórðungnum. Arðsemi eiginfjár miðað við 17% hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1, var 16,0% á fjórðungnum.

12.05.2021

Breytt þjónusta í Kringlunni

Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir bankaþjónustu breyst hratt og sækja viðskiptavinir okkar í auknum mæli í stafræna þjónustu.

18.05.2021

Fyrirtækið Hrauney valið fyrirtæki ársins 2021 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla

Fyrirtækið Hrauney, sem er í eigu sex nemenda við Verslunarskóla Íslands, var valið fyrirtæki ársins 2021 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi.

21.05.2021

SaltPay leiðréttir kortafærslur

SaltPay (áður Borgun) hefur upplýst um mistök sem áttu sér stað hjá þeim sem urðu til þess að færslur einhverra korthafa sem áttu viðskipti við Skeljung/Orkuna á tímabilinu mars til maí bakfærðust eftir 6 eða 30 daga.

14.06.2021

Hlutafjárútboð Fly Play hf. 24. og 25. júní

Hlutafjárútboð Fly Play hf. munu standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 24. júní nk., til kl. 16:00 föstudaginn 25. júní.

22.06.2021

Skráning Solid Clouds á Nasdaq First North

Hlutafjárútboð íslenska tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds hf. hefst kl. 10:00 mánudaginn 28. júní og mun standa yfir til klukkan 16:00 miðvikudaginn 30. júní. Rafrænar áskriftir fara fram í gegnum áskriftarvef útboðsins sem opnar klukkan 10:00 mánudaginn 28. júní.

25.06.2021

Arion banki ráðgjafi í umsvifamiklum skuldabréfaviðskiptum sem verðmeta Alvotech á 300 milljarða króna

Eigendur breytanlegra skuldabréfa Alvotech hafa ákveðið að nýta rétt sinn til að breyta skuldabréfum að fjárhæð 106 milljóna Bandaríkjadala, jafnvirði um 13 milljarðar króna, í hlutafé á gengi sem verðmetur Alvotech á um 300 milljarða íslenskra króna.

25.06.2021

Áttföld eftirspurn í hlutafjárútboði Fly Play hf.

Mikil eftirspurn var í hlutafjárútboði Play sem lauk klukkan 16.00 í dag, föstudaginn 25. júní 2021.

30.06.2021

Fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Solid Clouds

Mikil eftirspurn var í hlutafjárútboði tölvuleikjafélagsins Solid Clouds sem lauk klukkan 16 í dag, miðvikudaginn 30. júní.

02.07.2021

Arion banki gefur út heildstæða græna fjármálaumgjörð

Arion banki hefur gefið út heildstæða græna fjármálaumgjörð sem tekur til fjármögnunar bankans og lánveitinga.

13.07.2021

Einfalt að fjárfesta í innlendum hlutabréfum og sjóðum Stefnis í Arion appinu

Viðskipti með sjóði og hlutabréf hafa aldrei verið einfaldari. Nú er mögulegt að fjárfesta í innlendum hlutabréfum og sjóðum Stefnis með nokkrum smellum í Arion appinu og fá frábæra heildarsýn og upplýsingar um stöðu fjárfestinga. Staða á öllum eignum er því á einum stað, ásamt línuriti sem sýnir þróun ávöxtunar og hreyfingaryfirliti.

15.08.2021

Vörum við svikasmáskilaboðum

Borið hefur á því að fólk hefur verið að fá smáskilaboð (SMS) á ensku sem eiga að líta út eins og skilaboð frá Arion banka þar sem fólk er beðið um að staðfesta upplýsingar um sig með því að smella á hlekk sem fylgir skilaboðunum.

23.08.2021

Arion banki, Vörður og Stefnir fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Síðastliðinn föstudag fengu Arion banki, Vörður og Stefnir viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og þar með nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

01.09.2021

Dregið hefur verið út í sumarlaunaleik Arion banka

Nú hefur verið dregið út í sumarlaunaleik Arion banka en unglingar sem lögðu launin sín inn á reikning hjá bankanum í sumar voru sjálfkrafa með í leiknum.

06.09.2021

Breytingar á framkvæmdastjórn og skipuriti Arion banka - Stefán Pétursson framkvæmdastjóri fjármálasviðs lætur af störfum

Í dag taka gildi breytingar á framkvæmdastjórn og skipuriti Arion banka. Tveir nýir framkvæmdastjórar koma inn í framkvæmdastjórn bankans og nýtt svið, upplifun viðskiptavina, hefur verið sett á laggirnar.

08.10.2021

Samstarfssamningur um uppbyggingu heilsubyggðar

Garðabær og Arnarland ehf. hafa undirritað samstarfssamning um uppbyggingu heilsubyggðar á Arnarneshálsi. Þar verður lögð áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, náttúru og heilsueflandi þjónustu.

20.10.2021

Arion banki breytir vöxtum

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánavextir Arion banka breytast þann 21. október næstkomandi.

09.11.2021

Nýtt útlit á vottun Visa við staðfestingu á netfærslum

Frá og með 10. nóvember verður lítilsháttar breyting á vefsíðu sem birtist þegar korthafar eru beðnir að staðfesta netkaup með staðfestingarkóða. Ferlið er að öðru leyti óbreytt.

25.11.2021

Arion banki breytir vöxtum

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánavextir Arion banka breytast á morgun, 26. nóvember.

29.11.2021

Við vörum við kortasvikum á ferðalögum erlendis

Arion banki varar við kortasvikum þegar verslað er erlendis. Hafa svik t.a.m. komið upp þegar verslað er í einstaka raftækjaverslunum á Tenerife en margir Íslendingar leggja leið sína þangað þessa dagana.

03.12.2021

Elínborg Kvaran tekur við starfi forstöðumanns markaðsmála og þjónustuþróunar Arion banka

Elínborg Kvaran hefur tekið við starfi forstöðumanns markaðsmála og þjónustuþróunar hjá Arion banka.

09.12.2021

Stefnir – Scandinavian Fund ESG fær AAA einkunn fyrir ábyrgar fjárfestingar

Stefnir – Scandinavian Fund ESG hefur hlotið AAA-einkunn MSCI, þá hæstu sem veitt er og er hann fyrstur íslenskra sjóða til að hljóta þessa einkunn.

20.12.2021

Græn innlán tengjast Grænni fjármálaumgjörð Arion banka

Árið 2020 kynnti Arion banki til leiks, fyrstur íslenskra banka, grænan innlánsreikning sem ber nafnið Grænn vöxtur.

29.12.2021

Arion banki og Benedikt Gíslason fá viðskiptaverðlaun ársins 2021

Viðskiptablaðið og Frjáls verslun tilkynntu í dag að Arion banki og Benedikt Gíslason, bankastjóri, væru handhafar viðskiptaverðlauna 2021.

04.01.2021

Síðasti dagur yfirtökutilboðs til hluthafa Skeljungs

Yfirtökutilboð Strengs hf. til hluthafa Skeljungs hf. um kaup á hlutum þeirra í félaginu á genginu 8,315 fyrir hvern hlut rennur út í dag 4. janúar 2021 kl. 16:00.

05.01.2021

Arion banki stærstur á hlutabréfamarkaði fimmta árið í röð

Arion banki var með stærstu hlutdeild markaðsaðila á hlutabréfamarkaði árið 2020. Bankinn velti rétt tæpum 261 milljarði króna á hlutabréfamarkaði sem samsvarar 21,8% hlutdeild.

26.01.2021

Arion banki býður upp á fjarfundi með ráðgjöfum

Arion banki býður viðskiptavinum sínum nýja leið til að sækja sér fjármálaþjónustu og -ráðgjöf bankans.

10.02.2021

Afkoma Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2020 og á árinu 2020

Afkoma Arion banka af áframhaldandi starfsemi var 8.110 milljónir króna á fjórða ársfjórðungi og 16.747 milljónir króna á árinu.

17.02.2021

Breytingar hjá Arion banka á Blönduósi

Undanfarin ár höfum við hjá Arion banka gert breytingar á útibúaneti bankans til að aðlaga það að nýrri nálgun í bankaþjónustu þar sem lögð er áhersla á gott aðgengi að stafrænum þjónustuleiðum og sérhæfða fjármálaráðgjöf í útibúum bankans.

23.02.2021

Arion banki lækkar fasta óverðtryggða íbúðalánavexti

Arion banki hefur lækkað óverðtryggða íbúðalánavexti fasta til þriggja ára úr 4,49% í 4,20%. Lækkunin tekur gildi í dag, 23. febrúar 2021.

17.03.2021

Helstu þættir í umhverfisuppgjöri Arion banka fyrir árið 2020

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í rekstri Arion banka, þ.e. vegna bifreiða og húsnæðis bankans, hefur dregist saman um 34,7% frá árinu 2015.

19.03.2021

Arion banki tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna fyrir framúrskarandi veflausnir

Árlega veita Samtök vefiðnaðarins, SVEF, verðlaun fyrir þá vefi og veflausnir sem þykja skara framúr.

29.03.2021

Arion banki hlýtur verðlaun fyrir lífeyrismál í Arion appinu

Íslensku vefverðlaunin voru afhent 26. mars síðastliðinn en árlega veita Samtök vefiðnaðarins, SVEF, verðlaun fyrir þá vefi og veflausnir sem þykja skara fram úr.

12.04.2021

Röskun á þjónustu Arion banka helgina 16. til 18. apríl vegna kerfisbreytinga

Helgina 16. - 18. apríl mun Arion banki innleiða nýtt greiðslu- og innlánakerfi í samstarfi við Reiknistofu bankanna.

24.04.2021

Tvíteknar færslur á Visa kredit- og debetkort

Hluti viðskiptavina hafa lent í því að einstaka færslur vegna viðskipta sem áttu sér stað síðastliðinn fimmtudag eru tvíteknar. Búið er að bakfæra þessar auka færslur á öllum kreditkortum en á debetkortum verða þær leiðréttar annað kvöld, 25. apríl.

28.04.2021

Helgaropnun í þjónustuveri 1. og 2. maí

Nú eru fyrstu mánaðamótin eftir að við innleiddum nýtt innlána- og greiðslukerfi. Við munum því hafa opið í þjónustuverinu okkar þessa helgi og getum aðstoðað þig í síma 444 7000, í tölvupósti arionbanki@arionbanki.is eða á netspjallinu hér á arionbanki.is á laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 16.

10.05.2021

Útibú Arion banka á Sauðárkróki verður lokað út þessa viku

Ástæða lokunarinnar er fjölgun COVID-19 smita á svæðinu. Lögreglan hefur biðlað til fyrirtækja og stofnana á svæðinu að hafa lokað þessa viku á meðan unnið er úr rakningu og greiningu.

12.05.2021

Fyrirframgreiðslur viðbótarsparnaðar heimilaðar á ný

Heimild til áframhaldandi fyrirframgreiðslu viðbótarsparnaðar var lögfest þann 11. maí sl.

19.05.2021

Við vörum við stuldi á kortanúmerum

Við vörum við svikapóstum þar sem fólk er beðið um að smella á hlekk þar sem farið er inn á falska síðu sem er látin líta út eins og síða frá póstfyrirtæki, svo sem DHL, eða greiðslusíða fjármálafyrirtækis.

31.05.2021

Arion banki breytir vöxtum

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánavextir Arion banka breytast þann 1. júní næstkomandi.

15.06.2021

Arion banki lýkur vel heppnuðu útboði fyrir Iceland Seafood International

Iceland Seafood International, í samstarfi við markaðsviðskipti Arion banka, lauk á föstudaginn útboði á skuldabréfum að fjárhæð 3,4 milljarðar íslenskra króna að nafnvirði.

24.06.2021

Framlenging á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól láns

Þeir sjóðfélagar sem hafa nýtt sér úrræðið um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól láns, sem gilda átti til 30. júní 2021 geta nú sótt um framlengingu á því til lok júní 2023.

25.06.2021

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Lyfsalans við kaup félagsins á 100% hlut í Lyfjavali

Í dag 25. júní 2021, var kauptilboð Lyfsalans ehf. í 100% hlutafé Lyfjavals ehf. og Landakot fasteignafélags ehf. samþykkt.

30.06.2021

Arion banki sá um sölu- og fjármögnunarferlið þegar VEX I fjárfesti í AGR Dynamics

Sjóðurinn VEX I hefur gengið frá kaupum á nýju hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu AGR Dynamics sem og kaupum á hlutum Frumtaks og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í félaginu.

01.07.2021

Samið um kaup Rapyd á Valitor fyrir 12,3 milljarða króna

Samið um kaup Rapyd á Valitor fyrir 12,3 milljarða króna

07.07.2021

Arion banki gefur út græn skuldabréf í fyrsta sinn fyrir 300 milljónir evra

Arion banki gaf í dag út græn skuldabréf til fjögurra ára að upphæð 300 milljónir evra eða sem nemur rúmum 44 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða fyrstu grænu skuldabréfaútgáfu Arion banka.

28.07.2021

Afkoma Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2021

Hagnaður Arion banka nam 7.816 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 16,3% á fjórðungnum. Arðsemi eiginfjár miðað við 17% hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 21,3% á fjórðungnum.

17.08.2021

Arion banki styður áfram við verkefni Skógræktarfélags Íslands

Nýlega undirrituðu Arion banki og Skógræktarfélag Íslands samning vegna áframhaldandi stuðnings bankans við félagið.

27.08.2021

Ný lög um markaði með fjármálagerninga - þetta þarft þú að gera

Frá og með 1. september taka gildi ný lög um markaði fyrir fjármálagerninga (lög nr. 115/2021).

02.09.2021

Arion banki breytir vöxtum

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánavextir Arion banka breytast þann 3. september næstkomandi.

06.10.2021

Starfsfólki Arion banka tryggð 80% launa í fæðingarorlofi

Arion banki hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnrétti í starfsemi sinni. Á undanförnum árum hefur verið lögð höfuðáhersla á að einstaklingar fái greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.

15.10.2021

Arion banki og Vörður fengu viðurkenningu Jafnvægis-vogarinnar annað árið í röð

Arion banki og Vörður fengu í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA.

27.10.2021

Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2021

Hagnaður Arion banka nam 8.238 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 17,0% á fjórðungnum. Arðsemi eiginfjár miðað við 17% hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 21,8% á fjórðungnum.

16.11.2021

Arion banki aðili að PCAF - aðferðafræði til að meta og birta fjármagnaða losun GHL

Arion banki gerðist nýverið aðili að Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF). Um er að ræða alþjóðlegan samstarfsvettvang fjármálafyrirtækja sem hefur það meginmarkmið að samræma mat á umfangi losunar gróðurhúsalofttegunda (GHL) sem fjármálafyrirtæki fjármagna í gegnum lánveitingar og fjárfestingar.

26.11.2021

Svana Huld Linnet ráðin forstöðumaður markaðsviðskipta Arion banka

Svana Huld Linnet hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsviðskipta Arion banka og tekur við af Þórarni Óla Ólafssyni sem mun taka við starfi vörustjóra á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði.

02.12.2021

Reitun gefur Arion banka framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati

Arion banki hlýtur framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar. Bankinn er með hæstu einkunn ásamt einum öðrum útgefanda eða 90 stig af 100 mögulegum og er í flokki A3.

06.12.2021

The Banker velur Arion banka banka ársins 2021 á Íslandi

Fjármálatímaritið The Banker, sem gefið er út af The Financial Times, hefur valið Arion banka sem banka ársins á Íslandi árið 2021.

20.12.2021

Afgreiðslutími um jól og áramót

Útibú eru opin samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma á hverjum stað. Athugið að afgreiðslutími getur verið misjafn milli útibúa.

21.12.2021

Græn skuldabréfaútgáfa Arion banka í íslenskum krónum

Þann 16. desember síðastliðinn lauk Arion banki útboði á nýjum grænum skuldabréfaflokki, ARION 26 1222 GB, fyrir samtals 3.640 m.kr.

04.01.2021

Síðasti dagur yfirtökutilboðs til hluthafa Skeljungs

Yfirtökutilboð Strengs hf. til hluthafa Skeljungs hf. um kaup á hlutum þeirra í félaginu á genginu 8,315 fyrir hvern hlut rennur út í dag 4. janúar 2021 kl. 16:00.

05.01.2021

Arion banki stærstur á hlutabréfamarkaði fimmta árið í röð

Arion banki var með stærstu hlutdeild markaðsaðila á hlutabréfamarkaði árið 2020. Bankinn velti rétt tæpum 261 milljarði króna á hlutabréfamarkaði sem samsvarar 21,8% hlutdeild.

26.01.2021

Arion banki býður upp á fjarfundi með ráðgjöfum

Arion banki býður viðskiptavinum sínum nýja leið til að sækja sér fjármálaþjónustu og -ráðgjöf bankans.

10.02.2021

Afkoma Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2020 og á árinu 2020

Afkoma Arion banka af áframhaldandi starfsemi var 8.110 milljónir króna á fjórða ársfjórðungi og 16.747 milljónir króna á árinu.

17.02.2021

Breytingar hjá Arion banka á Blönduósi

Undanfarin ár höfum við hjá Arion banka gert breytingar á útibúaneti bankans til að aðlaga það að nýrri nálgun í bankaþjónustu þar sem lögð er áhersla á gott aðgengi að stafrænum þjónustuleiðum og sérhæfða fjármálaráðgjöf í útibúum bankans.

23.02.2021

Arion banki lækkar fasta óverðtryggða íbúðalánavexti

Arion banki hefur lækkað óverðtryggða íbúðalánavexti fasta til þriggja ára úr 4,49% í 4,20%. Lækkunin tekur gildi í dag, 23. febrúar 2021.

17.03.2021

Helstu þættir í umhverfisuppgjöri Arion banka fyrir árið 2020

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í rekstri Arion banka, þ.e. vegna bifreiða og húsnæðis bankans, hefur dregist saman um 34,7% frá árinu 2015.

19.03.2021

Arion banki tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna fyrir framúrskarandi veflausnir

Árlega veita Samtök vefiðnaðarins, SVEF, verðlaun fyrir þá vefi og veflausnir sem þykja skara framúr.

29.03.2021

Arion banki hlýtur verðlaun fyrir lífeyrismál í Arion appinu

Íslensku vefverðlaunin voru afhent 26. mars síðastliðinn en árlega veita Samtök vefiðnaðarins, SVEF, verðlaun fyrir þá vefi og veflausnir sem þykja skara fram úr.

12.04.2021

Röskun á þjónustu Arion banka helgina 16. til 18. apríl vegna kerfisbreytinga

Helgina 16. - 18. apríl mun Arion banki innleiða nýtt greiðslu- og innlánakerfi í samstarfi við Reiknistofu bankanna.

24.04.2021

Tvíteknar færslur á Visa kredit- og debetkort

Hluti viðskiptavina hafa lent í því að einstaka færslur vegna viðskipta sem áttu sér stað síðastliðinn fimmtudag eru tvíteknar. Búið er að bakfæra þessar auka færslur á öllum kreditkortum en á debetkortum verða þær leiðréttar annað kvöld, 25. apríl.

28.04.2021

Helgaropnun í þjónustuveri 1. og 2. maí

Nú eru fyrstu mánaðamótin eftir að við innleiddum nýtt innlána- og greiðslukerfi. Við munum því hafa opið í þjónustuverinu okkar þessa helgi og getum aðstoðað þig í síma 444 7000, í tölvupósti arionbanki@arionbanki.is eða á netspjallinu hér á arionbanki.is á laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 16.

10.05.2021

Útibú Arion banka á Sauðárkróki verður lokað út þessa viku

Ástæða lokunarinnar er fjölgun COVID-19 smita á svæðinu. Lögreglan hefur biðlað til fyrirtækja og stofnana á svæðinu að hafa lokað þessa viku á meðan unnið er úr rakningu og greiningu.

12.05.2021

Fyrirframgreiðslur viðbótarsparnaðar heimilaðar á ný

Heimild til áframhaldandi fyrirframgreiðslu viðbótarsparnaðar var lögfest þann 11. maí sl.

19.05.2021

Við vörum við stuldi á kortanúmerum

Við vörum við svikapóstum þar sem fólk er beðið um að smella á hlekk þar sem farið er inn á falska síðu sem er látin líta út eins og síða frá póstfyrirtæki, svo sem DHL, eða greiðslusíða fjármálafyrirtækis.

31.05.2021

Arion banki breytir vöxtum

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánavextir Arion banka breytast þann 1. júní næstkomandi.

15.06.2021

Arion banki lýkur vel heppnuðu útboði fyrir Iceland Seafood International

Iceland Seafood International, í samstarfi við markaðsviðskipti Arion banka, lauk á föstudaginn útboði á skuldabréfum að fjárhæð 3,4 milljarðar íslenskra króna að nafnvirði.

24.06.2021

Framlenging á ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól láns

Þeir sjóðfélagar sem hafa nýtt sér úrræðið um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á höfuðstól láns, sem gilda átti til 30. júní 2021 geta nú sótt um framlengingu á því til lok júní 2023.

25.06.2021

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka er ráðgjafi Lyfsalans við kaup félagsins á 100% hlut í Lyfjavali

Í dag 25. júní 2021, var kauptilboð Lyfsalans ehf. í 100% hlutafé Lyfjavals ehf. og Landakot fasteignafélags ehf. samþykkt.

30.06.2021

Arion banki sá um sölu- og fjármögnunarferlið þegar VEX I fjárfesti í AGR Dynamics

Sjóðurinn VEX I hefur gengið frá kaupum á nýju hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu AGR Dynamics sem og kaupum á hlutum Frumtaks og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í félaginu.

01.07.2021

Samið um kaup Rapyd á Valitor fyrir 12,3 milljarða króna

Samið um kaup Rapyd á Valitor fyrir 12,3 milljarða króna

07.07.2021

Arion banki gefur út græn skuldabréf í fyrsta sinn fyrir 300 milljónir evra

Arion banki gaf í dag út græn skuldabréf til fjögurra ára að upphæð 300 milljónir evra eða sem nemur rúmum 44 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða fyrstu grænu skuldabréfaútgáfu Arion banka.

28.07.2021

Afkoma Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2021

Hagnaður Arion banka nam 7.816 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 16,3% á fjórðungnum. Arðsemi eiginfjár miðað við 17% hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 21,3% á fjórðungnum.

17.08.2021

Arion banki styður áfram við verkefni Skógræktarfélags Íslands

Nýlega undirrituðu Arion banki og Skógræktarfélag Íslands samning vegna áframhaldandi stuðnings bankans við félagið.

27.08.2021

Ný lög um markaði með fjármálagerninga - þetta þarft þú að gera

Frá og með 1. september taka gildi ný lög um markaði fyrir fjármálagerninga (lög nr. 115/2021).

02.09.2021

Arion banki breytir vöxtum

Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands munu inn- og útlánavextir Arion banka breytast þann 3. september næstkomandi.

06.10.2021

Starfsfólki Arion banka tryggð 80% launa í fæðingarorlofi

Arion banki hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnrétti í starfsemi sinni. Á undanförnum árum hefur verið lögð höfuðáhersla á að einstaklingar fái greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.

15.10.2021

Arion banki og Vörður fengu viðurkenningu Jafnvægis-vogarinnar annað árið í röð

Arion banki og Vörður fengu í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA.

27.10.2021

Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2021

Hagnaður Arion banka nam 8.238 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 17,0% á fjórðungnum. Arðsemi eiginfjár miðað við 17% hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 21,8% á fjórðungnum.

16.11.2021

Arion banki aðili að PCAF - aðferðafræði til að meta og birta fjármagnaða losun GHL

Arion banki gerðist nýverið aðili að Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF). Um er að ræða alþjóðlegan samstarfsvettvang fjármálafyrirtækja sem hefur það meginmarkmið að samræma mat á umfangi losunar gróðurhúsalofttegunda (GHL) sem fjármálafyrirtæki fjármagna í gegnum lánveitingar og fjárfestingar.

26.11.2021

Svana Huld Linnet ráðin forstöðumaður markaðsviðskipta Arion banka

Svana Huld Linnet hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsviðskipta Arion banka og tekur við af Þórarni Óla Ólafssyni sem mun taka við starfi vörustjóra á fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði.

02.12.2021

Reitun gefur Arion banka framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati

Arion banki hlýtur framúrskarandi einkunn í UFS áhættumati Reitunar. Bankinn er með hæstu einkunn ásamt einum öðrum útgefanda eða 90 stig af 100 mögulegum og er í flokki A3.

06.12.2021

The Banker velur Arion banka banka ársins 2021 á Íslandi

Fjármálatímaritið The Banker, sem gefið er út af The Financial Times, hefur valið Arion banka sem banka ársins á Íslandi árið 2021.

20.12.2021

Afgreiðslutími um jól og áramót

Útibú eru opin samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma á hverjum stað. Athugið að afgreiðslutími getur verið misjafn milli útibúa.

21.12.2021

Græn skuldabréfaútgáfa Arion banka í íslenskum krónum

Þann 16. desember síðastliðinn lauk Arion banki útboði á nýjum grænum skuldabréfaflokki, ARION 26 1222 GB, fyrir samtals 3.640 m.kr.